Það er bæði töfrandi og róandi að leika sér með breytispjöldin og skapa mynstur, strik og form. Og þó að það geti verið flókið að skrifa stafi á spjaldið er það skemmtileg áskorun. Þessir strákar sátu með spjöldin í næstum því korter og nutu sín við dempaða lýsingu og með slökunatónlist.