Þetta lag hefur orðið mjög vinsælt hjá börnunum. Þeim finnast galdraorðin "djimm, djamm, djei!" mjög spennandi, og svo er líka fyndið að velja skrýtna hluti til að setja í seiðpottinn. Það er frekar auðvelt að breyta textanum til samræmis við þá hluti sem maður hefur við höndina hverju sinni (það þarf bara eitt par af rímorðum í hvert erindi).
Texti
![]() |
Taktu bláan snák og froskaegg,
skrímslaaugu og gerviskegg.
Segðu: "Abrakadabra Djimm Djamm Djei!"
Og núna hefurðu galdraseið!
"ABRAKADABRA DJIMM DJAMM DJEI!
ABRAKADABRA DJIMM DJAMM DJEI!"
![]() |
Taktu engisprettu og könguló,
krakkafót og nornaskó.
Segðu: "Abrakadabra Djimm Djamm Djei!"
Og núna hefurðu galdraseið!
"ABRAKADABRA DJIMM DJAMM DJEI!
ABRAKADABRA DJIMM DJAMM DJEI!"
Lag: "Winnie the Witch's Song"
Íslensk þýðing: Imma og Birte
Hér er PDF-skjal með textanum sem hægt er að prenta út.