Í kastala galdrakarlsins eru 10 læstar dyr sem geyma hvern sinn tölustaf. Draugurinn úr D-sögunni hefur stolið lyklinum frá galdrakarlinum og er að opna alla lásana svo að það sé hægt að raða tölustöfunum rétt í turnunum þremur. Þetta draugaspil hentar vel yngri börnum sem eru að læra tölustafina.

Það var barn í elstu barna hópnum sem teiknaði kastalann fyrir mig og síðan var hann litaður með tússlitum til að gera hann ennþá fallegri.

Í stað þess að vera með tölustafi er hægt að nota annars konar pör líka, t.d. bókstafi eða myndir og stutt orð fyrir elstu börnin.

Ég hef búið til skjal með hurðunum sem hægt er að prenta út. Þó það sé ekki nauðsynlegt er gaman að útbúa þetta með seglum sem draugurinn getur notað til að veiða tölurnar.

Draugaspil.pdf
Draugaspil2.pdf