Þetta er leikur sem hentar vel öllum aldurshópum og er hægt að leika í bæði stórum og litlum hópi. Í töfrapokanum eru 10 hlutir sem byrja á sama bókstaf. Eitt barnanna velur hlut og felur hann í pokanum. Hin börnin skiptast á giska hvaða hlutur það er. Til að einfalda yfirsýn og styðja undir minnið setur barnið hlutina fram sem búið er að giska á. Barnið sem giskar rétt fær að fela næst.

Myndskeið