Í kassanum eru alls konar hlutir með mismunandi upphafsstöfum. Á borðinu eru svo spjöld með bókstaf öðrum megin og mynd af viðeigandi hlut hinum megin. Þannig getur barnið sjálft athugað hvort það hefur parað rétt saman.

Myndskeið

Myndskeiðið sýnir tvær stelpur á síðasta ári í leikskólanum, sem hjálpast að við að para saman hluti og stafaspjöld. Eins og sjá má er mikil samvinna á milli þeirra, og þær læra hvor af annarri.