Þegar við vorum búin að segja R-söguna sem fjallar um rím, datt okkur í hug að útbúa risastórt rímspil í sameiningu. Þetta var skemmtilegt samvinnuverkefni og á eftir var spilið spilað í samverustund fyrir mat.

Spilið

DSC01358

Börnin voru tvö og tvö saman og völdu sér rímorð til að teikna og skrifa á bláu reitina. Síðan skrifuðu þau líka nöfnin sín á minni spjöld (einn staf á hvert spjald), og allt var límt á stóra pappírsörk sem var spilaplatan.

Við spiluðum spilið á þann hátt að börnin köstuðu stórum teningi til skiptis, töldu punkta og færðu peðið samkvæmt því. Ef það lenti á rímorðs-reit hoppaði það á þann reit sem viðeigandi rímorð var á en ef það lenti á bókstaf reyndum við í sameiningu að finna orð sem byrjaði á viðkomandi staf.