Vondi galdrakarlinn hefur sveiflað töfrasprotanum sínum og frosið tímann. Börnin sem voru í dans og leik voru hneppt í álög og breyttust í steinstyttur. Hvernig er hægt að bjarga þeim?

IMG_5946

Stoppdans

Til að börnin lifi sig sem mest inn í verkefnið er áhrífaríkt að byrja stundina á því að búa til litla sögu um það að galdrakarlinn flaug yfir leikskólann og var svo pirraður yfir því hvað börnin hlógu og höfðu gaman í leik og dans, að hann ákvað að frysta tímann og breyta þeim í steinstyttur í leiðinni. Hann sveiflaði þá sprotanum og sagði:

Hættið að leika, hættið að hoppa!
Bannað að dansa, bannað að skoppa!
Akra-kadabra, skúbbedí-dú!
Ég frysti ykkur, einn, tveir og NÚ!

Myndlist

Þegar börn eru á hreyfingu hugsa þau almennt ekki út í hvernig þau myndu líta út ef tíminn frysi, en með því að taka fullt af myndum af þeim með stuttu millibili er hægt að skoða runu af kyrrmyndum og þau geta valið þá mynd sem þeim finnst best sýna hvernig galdrakarlinn breytti þeim í stein í sögunni okkar. Við prentum myndina síðan í svart-hvítu þannig að hún fylli næstum heilt A4-blað.

Bakgrunnurinn að galdramyndinni var gerður sem samvinnuverkefni með klessulitum og vatnsmálingu. Börnin sátu öll í kringum stóra renninginn á gólfinu og lituðu og máluðu við tónlist. Í hvert skipti sem tónlistin stoppaði færðu þau sig öll eitt "skref" til vinstri. Neðsta myndin á síðunni sýnir þetta ferli. Þegar bakgrunnurinn var þornaður voru svo myndirnar af krökkunum límdar inn á.

IMG_5918
IMG_5921
Bakgrunninn að galdramyndinni gerðu börnin í sameiningu.
IMG_5893