"Abalabalá! Ég breyti þér í... REF!". Öllum finnst gaman að velja sér töfraorð og ákveða hvað það er sem maður vill breyta öðrum í. Hér er hugmynd sem er auðveld í framkvæmd og sameinar bæði læsi og listsköpun.

Fyrsta skrefið er að leyfa börnunum að velja sér töfraorð eða búa nýtt til sjálf og aðstoða þau við að skrifa það á blað. Síðan teikna þau mynd á blaðið af það sem þau vilja galdra fram.

Næsta skref er að búa til galdurinn sjálfan, sem er auðvitað aðalfjörið! Börnin setja blekdropa á blaðið og blása síðan gegnum stutt rör til að blekið dreifist. Myndirnar verða skemmtilegar og fallegar og fá sterkan persónulegan blæ.