Galdur með bleki

"Abalabalá! Ég breyti þér í... REF!". Öllum finnst gaman að velja sér töfraorð og ákveða hvað það er sem maður vill breyta öðrum í. Hér er hugmynd sem er auðveld í framkvæmd og sameinar bæði læsi og listsköpun.

Fyrsta skrefið er að leyfa börnunum að velja sér töfraorð eða búa nýtt til sjálf og aðstoða þau við að skrifa það á blað. Síðan teikna þau mynd á blaðið af það sem þau vilja galdra fram.

Næsta skref er að búa til galdurinn sjálfan, sem er auðvitað aðalfjörið! Börnin setja blekdropa á blaðið og blása síðan gegnum stutt rör til að blekið dreifist. Myndirnar verða skemmtilegar og fallegar og fá sterkan persónulegan blæ.

Síðast breytt
Síða stofnuð