Notkunarskilmálar

Höfundarréttur

Frumsaminn texti á vef þessum er opinn samkvæmt notkunarleyfinu Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0, en í því felst að afritun, deiling og breyting efnisins er öllum frjáls, með þeim takmörkunum að breytingar þurfa jafnframt að vera opnar, notkun í gróðaskyni er óleyfileg, og að ávallt þarf að vísa í upprunalega höfunda eða þennan vef.

Annað textaefni, svo sem söngtextar sem ekki eru frumsamdir af höfundum vefjarins, er ekki að jafnaði undir þessu opna notkunarleyfi heldur undir almennum ákvæðum höfundarréttar, og getur því þurft leyfi upphaflegra höfunda til þess að mega endurnýta það.

Myndir og myndskeið á vefnum eru flest einnig undir ofangreindu Creative Commons leyfi hvað höfundarrétt varðar. Hins vegar geta verið takmarkanir á endurnýtingu slíks efnis, sem ekki tengjast höfundarrétti beint heldur lúta að vernd persónuupplýsinga. Í slíkum tilvikum getur þurft að afla sérstaks leyfis þeirra sem myndirnar eða myndskeiðin eru af.

Persónuupplýsingar

Myndskeið og myndir af börnum

Á vefnum eru mörg myndskeið og myndir sem sýna leikskólabörn. Ávallt liggur fyrir almennt samþykki fyrir myndbirtingu í slíkum tilvikum, sem viðkomandi leikskóli hefur fengið frá foreldrum. Ef forráðamenn hins vegar óska eftir að myndskeið eða myndefni með þeirra barni verði fjarlægt, mun það auðvitað verða gert. Slíkum óskum skal beint til Birte Harksen.

Nær öll nýrri myndskeið hér á vefnum eru hýst á Vimeo því að þar er auðveldara að takmarka aðgengi að þeim og hindra að þau finnist eftir öðrum leiðum en gegnum Stafagaldur, eða að hægt sé að hlaða þeim niður. Þetta er gert til að tryggja að ekki sé farið út fyrir þau mörk sem foreldrar af eðlilegum ástæðum vilja setja fyrir myndbirtingar af börnum sínum. Af sömu ástæðu hafa ýmis eldri myndskeið, sem áður voru á YouTube, verið flutt á Vimeo.

Vefkökur

Engar vefkökur eru notaðar beint af vefnum Stafagaldri. Vefurinn skráir almennar upplýsingar um vefumferð en þetta reiðir sig ekki á vefkökur og upplýsingarnar eru ekki persónugreinanlegar.

Rétt er þó að vekja athygli á því að myndskeið sem hýst eru á Vimeo (eða í fáeinum tilfellum YouTube) eru felld inn í margar síður hér á vefnum. Spilun slíkra myndskeiða hefur óumflýjanlega í för með sér að vafri notandans sendir ýmsar upplýsingar til hýsingaraðilans.