Hafa samband

Birte Harksen
birte@harksen.is

Hver er ég?

Ég er grunn- og leikskólakennari frá Danmörku. Sumarið 2000 flutti ég til Íslands og byrjaði skömmu síðar að vinna á Heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Ég hef í gegnum árin unnið allmörg þróunarverkefni tengd leikskólastarfi t.d. "Börn og tónlist", "Leikur að bókum" og "Að læra gegnum dans". Grundvöllinn að þessum vef má hins vegar finna í fyrsta þróunarverkefninu sem ég vann á Urðarhóli: "Stafagaldur - Leikur með stafi, hljóð og ævintýri". frá árinu 2005. Stafagaldurverkefnið hefur verið í notkun á deildinni minni síðan þá og er orðið ómissandi hluti af elstubarnastarfinu. Mér þætti gaman ef fleiri geta núna notfært sér það í starfi sínu.