Hvaða dýr ætlar galdrakarlinn að breyta okkur í? Í stafadansinum söfnum við saman fjórum stöfum sem gefa okkur svar við spurningunni. Þegar við erum búin að skrifa orðið (t.d. KISA) breytumst við í kisur og dönsum frjálst eins og kisur við tónlist sem passar við það. Við notuðum t.d. Pink Panther fyrir kisuna.
Meðan lagið er sungið sitjum við í hring á gólfinu og bókstafirnir liggja dreifðir í miðjunni eða fyrir aftan okkur. Eftir hvert erindi sækja börnin þangað bókstafina sem var sungið um og mynda úr þeim orðið smátt og smátt. Mikilvægt er að sýna og æfa stafina fyrirfram svo að enginn verði óöruggur.
Stafadansinn
K, sérðu stafinn K?
K, sérðu stafinn K?
K-K-K-K Sérðu stafinn K?
Finndu núna K
I, sérðu stafinn I?
I, sérðu stafinn I?
I-I-I-I Sérðu stafinn I?
Finndu núna I
S, sérðu stafinn S?
S, sérðu stafinn S?
S-S-S-S Sérðu stafinn S?
Finndu núna S
A, sérðu stafinn A?
A, sérðu stafinn A?
A-A-A-A Sérðu stafinn A?
Finndu núna A
K-I-S-A
Ég sé kisur allstaðar!
Lag: "I See Something Blue" (Super Simple Songs)
Texti: Birte, Þrúða og Sara
Lagið er hægt að finna á Spotify undir heitinu "I See Someting Blue (Sing-Along)
Ef þið viljið nota íslensku útgáfuna þar sem ég er að syngja (K-I-S-A) er hún hér:
Þessi dans er hluti af þróunarverkefninu: "Að læra gegnum dans" sem við Geirþrúður Guðmundsdóttir og Ragnheiður Sara Grímsdóttir unnum með styrk frá Sprotasjóði á skólaárinu 2014-15. Við vorum mjög ánægðar með upptökurnar þar sem sést vel hvaða pælingar geta komið upp hjá börnunum þegar stafirnir raðast á gólfið fyrir framan þau.