Leita
Sláðu inn leitarorð hér að neðan.
Ég er stofnandi þessarar síðu og sé um efnið á henni.
Ég er grunn- og leikskólakennari frá Danmörku. Sumarið 2000 flutti ég til Íslands og byrjaði skömmu síðar að vinna á Heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Ég hef í gegnum árin unnið allmörg þróunarverkefni tengd leikskólastarfi t.d. "Börn og tónlist", "Leikur að bókum" og "Að læra gegnum dans". Grundvöllinn að þessum vef má hins vegar finna í fyrsta þróunarverkefninu sem ég vann á Urðarhóli: "Stafagaldur - Leikur með stafi, hljóð og ævintýri", frá árinu 2005.
Síðan í janúar 2023 hef ég starfað á leikskólanum Aðalþingi. Ég tók reynsluna af Stafagaldri með mér og ætla að halda áfram að bæta efni á vefinn þótt það verði eflaust eitthvað minna en áður vegna breyttra verkefna.
Ég vona að fleiri geti notfært sér Stafagaldur í starfi sínu og þætti vænt um að heyra reynslusögur af því. Sjá Hafa samband ef þú vilt hafa samband við mig.
Sláðu inn leitarorð hér að neðan.