Dýraleikur

Í K-sögunni stelur galdrakarlinn öllum dýrum sem byrja á K. Í þessum leik skoðum við líka dýr sem byrja á H og G, en margir aðrir stafir koma auðvitað til greina. Þrjú dýr með hverjum bókstaf (semsagt 9 alls) eru sett í kassa. Börnin velja sér hvert sinn stafinn og skrifa hann á blað. Síðan skiptast þau á að taka dýr upp úr kassanum og athuga hver á að fá það. Einnig er hægt að leika leikinn einn og raða dýrunum upp á eigin spýtur.

Eins og sést á myndskeiðinu skrifuðu börnin sjálf stafina á blað. Þegar þau voru búin að leika leikinn með 9 dýr, fengu þau í framhaldi sjálf þá hugmynd að finna fleiri dýr og bæta við í kassann. Það var mjög gaman að fylgjast með þeim þegar það kom í ljós að sérlega mörg dýr byrjuðu á H.

Myndskeið

Tilbrigði

Hér eru börnin búin að finna dýr í dýrakassanum og raða þeim á stafaspjaldið okkar. Þetta er leikur sem er tilvalinn að nota í samverustund.

Síðast breytt
Síða stofnuð