Draugahúsið
Á leiðinni til kastala galdrakarlsins förum við alltaf fram hjá draugahúsinu. Í húsinu eru tíu læstar dyr sem geyma hvern sinn tölustaf. Draugurinn úr D-sögunni er með lykilinn (sem er segull) og er að opna alla lásana svo að það sé hægt að raða tölustöfunum rétt í turnunum þremur.
Það var barn í elstu barna hópnum sem teiknaði draugahúsið fyrir mig og síðan var það litað með tússlitum til að gera það ennþá fallegri.
Skemmtilegt afbrigði
Það kom upp skemmtileg hugmynd í hópi elstu barnanna. Börnin voru tíu og þeim datt í hug að tengja tölurnar við aldur. Þau voru spennt að komast að því hver væri tíu ára. Þegar einhver var búinn að veiða tölu sungu þau afmælissönginn fyrir viðkomandi. Auk þess að virka vel sem hópefli gaf þetta sterka tengingu milli tölunnar og táknsins, og æfði einnig beygingu töluorðsins (t.d. "tveggja ára").
Myndskeið með tveimur þriggja ára
Draugaspilið hentar líka vel yngri börnum eins og sjá má hér á myndskeiðinu fyrir neðan.
Til útprentunar
Ég hef búið til skjal með hurðunum sem hægt er að prenta út. Þó það sé ekki nauðsynlegt er gaman að útbúa þetta með seglum sem draugurinn getur notað til að veiða tölurnar.
Draugaspil.pdf
Draugaspil2.pdf
Í stað þess að vera með tölustafi er hægt að nota annars konar pör líka, t.d. bókstafi eða myndir og stutt orð fyrir elstu börnin.