Rímkassi

Hugmyndin með rímkassann er að safna fullt af hlutum sem auðvelt er að ríma við saman í kassa, og síðan leyfa börnunum að draga hlut og reyna að finna rímorð. Mér datt í hug að tengja leikinn við lítið lag og bjó til bulllag með samsettum orðum sem eru fyndin og hljóma skemmtilega. Orðið "gúmmígeit" er t.d. bein þýðing á danska orðinu "gummiged" en það er gælunafn Dana fyrir vélskóflu.

Lag fyrir rímkassaleikinn

Túralúra, tröllasúra
Gúmmígeit og hrútaber
Mér finnst skemmtilegt að ríma
Segðu, ________ hvað finnst þér?

Lag og texti: Birte Harksen

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð