Að hitta hattinn

Þegar galdrakarlinn flaug yfir leikskólann missti hann hattinn sinn. Börnin fundu hann og byrjuðu að leika sér að því að kasta hringjum ofan á hann. Það var gaman að sjá hvernig þessi leikur sameinaði bæði stóra og smáa í garðinum í dag. Leikurinn er afar einfaldur, maður þarf ekki annað en keilu með galdrahatt og hringi úr mjúkplasti og í réttri stærð. Börnin skiptast á að kasta hring og reyna að hitta. Ef þau hitta ekki fá þau að prófa aftur og aftur þangað til þeim tekst það.

Stærðfræði

Ég byrjaði á leiknum inni með elstu börnunum. Þegar þau voru búin að kasta öllum hringjunum á hattana spurði ég þau á hvorum hattinum það væru fleiri hringir. Allir giskuðu og síðan töldum við hvað það væru mörg stig á hvorum hatti. Hver hringur gaf 10 stig, þannig að við töldum "10 - 20 - 30" o.s.frv.

Hoppibraut

Síðan tókum við hatta og hringi með út og leyfðum öllum aldurshópum að vera með. Til þess að það væri ekki of leiðinlegt að bíða í röð gerðum við hoppibraut úr bláum mottum sem börnin hoppuðu á í biðröðinni. Þetta reyndist góð hugmynd, því að fyrir mörg börnin var það góð æfing í að hoppa. Auk þess var þetta góð æfing fyrir alla að átta sig á hvernig biðröð virkar.

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð