Fjöruferð með galdrablæ

Við tókum með okkur kviksjá (kaleidoscope) í fjöruferð og skemmtum okkur við að sjá hvernig allt brotnar í mynstur þegar maður horfir á það í gegnum hana.

Galdur í náttúruni

En það fer ekki milli mála að aðalgaldurinn felst í fjörunni sjálfri og öllu sem þar er hægt að finna og sjá. Hver fjöruferð býður upp á eitthvað nýtt og ævintýralegt.

Börnin eru alltaf að safna hlutum í fjörunni. Gaman er að fá þau til að búa til sameiginleg listaverk úr þeim. Það er líka góð æfing í því að líta á hlutina sem sameign fremur en einkaeign.

Meðal annars er hægt að fá börnin til að raða steinum, skeljum og rekavið upp í bókstafi eða tiltekin form eða bara gera falleg mynstur. Í listaverkinu á myndinni hérna fyrir neðan var líka handfylli af marflóm, en þær vildu bara ekki halda sig á sínum stað!

Síðast breytt
Síða stofnuð