Talnaruna

Bókstafir og tölustafir hafa það sameiginlegt að þeir eru tákn sem gera okkur kleift að skilja og tjá okkur um heiminn í kringum okkur. Af því að börnin kunna að telja áður en þau læra stafrófið er það sterkara fyrir þeim að tölustafirnir séu í ákveðinni röð heldur en röðin á bókstöfunum í stafrófinu. Tölustafirnir mynda þannig talnarunu og hér vinnum við með þetta á áþreifanlegan hátt.

Uppáhaldslitirnir okkar

Ég byrjaði á því að segja börnunum að ná sér í dómínókubb í uppáhaldslitnum sínum án þess að sýna hann strax. Síðan var mjög spennandi að fylgjast með því þegar við lögðum kubbana einn í einu í súlurit til að gá hvaða uppáhaldslitur væri algengastur.

Síðan völdu börnin sér tölustaf og þöktu hann með kubbum í litnum sínum. (Einn hópurinn lenti reyndar í smá vandræðum þar sem við vorum ekki með nógu marga bleika kubba, en börnin fundu góða lausn á því).

Síðast breytt
Síða stofnuð