Galdrasúpa eða drullumall?
Við erum með dásamlegt drullumallasvæði með eldhúsi á leikskólanum sem er alveg í uppáhaldi hjá mér. Það er hægt að vera þar með fullt af börnum á ýmsum aldri og tíminn bara flýgur af stað.
Þennan dag voru börnin að elda girnilega galdrasúpu í risastórum potti á ímyndaða eldstæðinu og hópurinn var mjög upptekinn af samvinnuverkefninu. Þegar súpan (og leikurinn) var búin að malla í tæp 20 mínútur var hún tilbúin, en var hún líka ljúffeng? Horfið á myndskeiðið til að sjá svarið!
Myndskeið
Uppskrift að galdrasúpu
Til að tengja drullumallsleikinn meira við læsi má stinga upp á því við börnin að skrifa niður uppskrift að galdrasúpunni áður en maður fer með þau út á drullusvæðið. Hér er dæmi (úr Vináttu-verkefninu með Blæ). Verði ykkur að góðu!
- Nornaslef
- Sniglaslím
- Hor úr halakörtum
- úldið vatn
- gamalt lím
- tröllavörtur
- blandað vel og látið malla
Síðast breytt
Síða stofnuð