Töfrasteinar

Börnin mála töfrasteina og finna góðan felustað í nærumhverfinu eða í göngutúr með mömmu og pabba. Á steinana setjum við QR-kóða sem leiða á þessa síðu þar sem sá sem finnur steininn getur sent okkur kveðju.

Sendið okkur kveðju

Þegar þið finnið stein væri gaman ef þið mynduð senda okkur kveðju með því að skrifa athugasemd hér að neðan. Síðan hvetjum við til að þið finnið nýjan felustað fyrir töfrasteininn svo að aðrir geti fundið hann seinna.

QR-kóðinn sem vísar á þessa síðu

Að búa til og nota QR-kóða

Það er mjög auðvelt að búa til sinn eigin QR-kóða sem vísar á hvaða vefslóð sem er. Allnokkrir vefir, t.d. QR Code Generator bjóða upp á þetta alveg ókeypis.

Þegar kemur að því að skanna kóðann með símanum sínum, þá er það mjög auðvelt í iPhone-síma þar sem maður opnar bara myndavélina og upp poppar sjálfkrafa beinn tengill á síðuna sem vísað er til. Því miður er það örlítið flóknara í sumum Android-símum. Stundum er þar nauðsynlegt að sækja sérstakt app til að skanna kóðann, t.d. QR Code Reader.

Síðast breytt
Síða stofnuð