Ratleikur með leyniorði
Galdrakarlinn er búinn að fela bókstafi á leynistöðum út um allt nærumhverfið. Börnin finna leynistaðina, leysa þrautir og safna samana níu stöfum sem mynda orð þegar allir staðirnir hafa fundist og ratleikurinn er búinn. Þetta er skemmtileg leið til að tengja saman læsi og útinám.
Ratleikurinn
Hugmyndin með Stafagaldurs-ratleiknum er að nota hann sem hluta af útinámi yfir lengra tímabil, t.d. 1-2 mánuði. Hann er byggður upp þannig að það maður þurfi ekki að fara að finna felustaðina í réttri röð heldur setur maður bara stafinn sem maður fann á réttan reit í orðinu á spjaldinu (sjá skjölin til útprentunar hér fyrir neðan).
Felustaðir
Ef maður býr á Kársnesinu liggur ratleikurinn tilbúinn (haustið 2019), en allir geta búið til svipaðan ratleik í sínu hverfi, annaðhvort með sömu gögn og eru hér á síðunni eða búið til sín eigin.
Kennarinn velur staði í nærumhverfinu og felur hylkin með þrautum og bókstöfum. (Plastið stafina og setið nógu marga í hvert hylki til að allir hópar af leikskólanum geti komið og tekið staf).
Hjá okkur á Kársnesinu eru hylkin falin á þessum stöðum: Rútstún, Kópavogskirkja, Ævintýraskógurinn, Andatjörnin, Hálsatorg, Ærslabelgurinn, Fjaran, Hlíðagarður, "Kisuróló" (nálægt Kópavogsskóla).
Hylkin þarf að fela þannig að þau sjáist ekki auðveldlega þegar fólk á ferð um staðinn en til öryggis er gott að merkja þau greinilega svo að fólk sjái strax að þau eru hluti af leikskólaratleik og ekki rusl.
Felustaðina eru síðan hægt að merkja inn á kort eins og þetta sem ég fann á heimasíðu Kópavogsbæjar og það er líka hægt að merkja inn GPS-tölur með ókeypis appi eins og t.d. My GPS Coordinates Tölurnar slær maður síðan inn leitarreitinn í Google Maps. Prufið t.d. að setja inn tölurnar: 64.110165, -21.917103 og þá vitið þið hvar má finna leynistaðinn á Rútstúni.
Stafir
Í hvert skipti sem börnin finna leynistað fá þau nýjan staf til að taka með í leikskólann og bæta á spjaldið með mynd af galdrakarlinum. Börnin eiga semsagt að safna saman 9 stöfum - en með nokkru millibili, t.d. einn í hverri viku. Orðið sem myndast er: TÖFRAPOKI og þegar börnin eru búin að finna alla stafina og skrifa orðið þá er hægt að gefa hópnum töfrapoka í verðlaun. Töfrapokann er síðan hægt að nota í alls konar leiki sem má finna hér á vefnum.
Vísbendingar
Kennarinn verður líka að skrifa 4 vísbendingar sem hjálpa börnunum að finna hylkin. Gott er að lesa ekki allar vísbendingar strax en að láta þær leiða börnin áfram svo að þau í lokin átti sig nákvæmlega á hvar leynistaðurinn er. Hér eru dæmi um vísbendingar:
Rútstún
- Farið á staðinn þar sem Kópavogsbúar halda upp á 17. júní.
- Hvað er það sem rímar við DRAUG og byrjar á L?
- Má krota á veggi?
- Felustaðurinn er í augnhæð.
Hálsatorg v. Hamraborg
- Hvaða orð fáum við ef við setjum saman „Háls“ og “Torg“?
- Getið þið fundið vegg sem er gulur eins og sólin?
- Hmmm... er veggurinn líka gulur hinum megin?
- Kíkið undir steininn í horninu – Þar er felustaðurinn.
Kópavogskirkja
- Farið á hæð þar sem sagt er að álfar eigi heima í stórum steinum.
- Hvar kemst maður inn í bygginguna?
- Finnið stórt X og stóran þríhyrning hér nálægt.
- Hvaða orð fáum við ef við setjum saman „Kirkja“ og „Klukka“? – Þar er felustaðurinn.
Þrautir
Í hylkinu er líka blað með þrautum. Það er gaman að láta þrautinar passa við svæðið sem leynistaðurinn er. T.d. er fyrsta þrautin á Rútstúni að finna samsett orð sem byrja á "sund-" , og hin þrautin er að syngja: "Ég elska blómin" og rúlla sér niður brekkuna.
Þrautirnar geta verið hvað sem er, og það er gott að hugsa um fjölbreytni. Þannig eru sumar þrautir kannski læsistengdar en aðrar hvetja til sköpunar, hreyfingar eða söngs.
Stundum áttar maður sig á að það þurfi að breyta þrutinni svo að hún passi betur við hópinn eða aðstæður. Þegar ég gerði þrautina fyrir svæðið hjá andatjörninni var ég upphaflega búin að hugsa að börnin ættu að telja endurnar. En þegar við vorum komin þangað varð okkur ljóst að það var eiginlega ekki hægt og við breyttum þrautinni í að setjast rólega við tjarnarbakkann og stúdera fuglana og reyna að pæla í samskiptum þeirra.
Gögn til útprentunar
Skjal_til_að_safna_bókstöfum.pdf
Ratleikur_TÖFRAPOKI.pdf
Merkimiðar_á_hylkin.pdf
Ratleikur_þrautir.docx
Ratleikur-vísbendingarnir.docx