Töfradreki á leikvellinum

Í galdraheiminum okkar er ekki erfitt að ímynda sér að töfradreki komi og heimsæki okkur á leikvellinum. Töfradrekinn er grænn og heitir Púff og okkur þykir mjög vænt um hann. Fullorðnir, sem eiga stundum erfitt með að kveikja á ímyndaraflinu, geta átt erfitt með að sjá hann og halda jafnvel bara að þetta séu steinar, en við vitum auðvitað betur!

Myndskeið

Það var dásamleg stund þegar við fórum út til að mála drekann á leikvellinum. Það streymdu að krakkar frá öllum deildum sem vildu vera með. Tödradrekinn Púff lifnaði svo sannarlega við.

Síðast breytt
Síða stofnuð