Hvers konar matur er þetta?

Galdrakarlinn er í vanda. Hvernig á hann að flokka matinn svo að hann geti fundið allt grænmetið sem hann ætlar að stela? Börnin koma honum til hjálpar.

Í G-sögunni stelur galdrakarlinn öllu grænmetinu, og í því samhengi er upplagt að ræða um mismunandi gerðir af grænmeti og hvernig við getum aðgreint grænmeti frá öðrum mat. Hvað er grænmeti og hvað er ávöxtur? Hvað með aðrar gerðir af mat? Getur eitthvað verið hvorugt? Hvaða matur er hollur eða óhollur? Hvað með unninn mat og hráefni?

Við notuðum dóta-innkaupakörfu frá IKEA með mismunandi gerðum af mat. Okkur fannst áhugavert að þótt börnin væru nokkuð sleip í að flokka, þá áttu þau (4 ára) erfiðara með að skilja hugtök eins og "hvorki - né" og "hvorugt". Með þessum leik var hægt að vinna með flokkunarhugtökin á skemmtilegan hátt, því að það er alltaf fyndið að fylgjast með því hvað galdrakarlinn er nú vitlaus og á erfitt með að skilja jafnvel einföldustu hluti.

Síðast breytt
Síða stofnuð