Myndaleit í samvinnu
Galdrakarlinn hefur stolið alveg ótrúlega miklu af hlutum til að setja í galdrapottinn. Hann er að búa til alveg svakalega flókinn galdraseið með 300 skrýtnum hráefnum. Börnin verða nú í samvinnu að velja þá hluti sem þau vilja endilega bjarga upp úr pottinum.
Börnin eru saman tvö og tvö. Hvert barn velur 5 myndspjöld og þau raða þeim svo í raðir með tvisvar sinnum fimm. Þau skoða hvaða 10 myndir þau eru með en velja síðan eina mynd sem þau ætla að byrja að á að leita að í pottinum. Þegar myndin er fundin leggja þau spjaldið ofan á hana og byrja að leita að næstu mynd.
Þetta er sammvinnuverkefni og á helst að fara fram í rólegheitum þannig að það er alls ekki keppni um að vera fljótastur. Það má t.d. hlusta á slökunatónlist á meðan við leitum að myndum.
Spilið heitir "Vildkatten" og er víst því miður ekki selt á Íslandi, en ef einhver er á leið til Danmerkur þá fæst það þar í mörgum útgáfum með allt frá 36 myndir upp í 500.