Atkvæðaleikur

Galdrakarlinn skorar á krakkana að flokka hluti eftir fjölda atkvæða. Hann heldur að það sé erfið þraut en okkur gengur býsna vel. Leikurinn gefur kennaranum vísbendingar um hverjir hafa e.t.v. ekki alveg náð tökum á atkvæðagreiningu ennþá.

Í kassanum eru samtals 20 hlutir, fimm með hverjum atkvæðafjölda upp að fjórum. Börnin skiptast á að opna kassann og velja hlut. Þau finna hvað heiti hans er með mörgum atkvæðum með því að klappa og setja hann síðan í réttan hring.

Tilbrigði: Börnin finna tvö og tvö saman fimm hluti til að setja í kassann og nota í leiknum. Þau komast fljótt að því að það er miklu auðveldara að finna eitthvað með tveimur eða þremur atkvæðum en einu eða fjórum.

Síðast breytt
Síða stofnuð