Stafagaldurssögurnar

Rauði þráðurinn á vefnum eru Stafagaldurssögurnar, ævintýri í tengslum við bókstafi sem börnin eru skrifuð inn í og sem styrkja hljóðkerfisvitund þeirra og vekja áhuga þeirra á bókstöfum og stafhljóðum. Barnið situr hjá kennaranum sem er sögumaðurinn og á milli þeirra er veggspjaldið með kastalanum þar sem galdrakarlinn á heima. Hin börn deildarinnar eru áhorfendur í sögustundinni.

Söguframvindan

1. Galdrakarlinn hefur stolið einhverju mikilvægu.
Sögurnar hefjast sem oftast með því að vondi galdrakarlinn sem er alltaf að hrekkja og stríða stelur einhverju mikilvægu sem byrjar á tilteknum staf. (T.d. stelur hann öllum blómum í B-sögunni, öllum fuglum í F-sögunni, öllum jólasveinunum í J-sögunni og þorramatnum í Þ-sögunni). Barnið sem er skrifað inn í söguna á líka þenna staf og þegar það kemst að því hvað hefur gerst ákveður það strax að gera eitthvað í málunum – að fara til galdrakalsinns og segja homum að skila því aftur sem var stolið.

2. Barnið fær förunaut sem aðstoðar það.
Áður en barnið leggur af stað hittir það hjálpardýr sem slæst í förina. (Í E-sögunni er það eðla sem vill bjarga eðluegginu sínu, í R-sögunni er það refur sem heitir Rikki og er frændi hanns Mikka, í Í/Ý-sögunni eru það tvær íkornar sem heita Íunn og Ýunn). Skemmtilegt er að nota alvöru tuskudýr til að gera hjálpardýrið meira lifandi fyrir börnunum og svo að barnið sem er að segja söguna hafi eitthvað til að halda á og styðja sig við.

3. Á leiðinni hjálpa þau einhverjum sem er í vanda...
Í hverri sögu hittir barnið einhvern sem byrjar á sama staf og sem er í vanda og þarfnast hjálpar. (Í F-sögunni er það froskaprins í álögum, í Ú-sögunni er það útlenskur úlfaldi og í Ö-sögunni Öskubuska sem finnur ekki glerskóinn sinn). Barnið er alltaf umhyggjusamt og hjálpsamt - og stundum virkilega hugrakkt eins og í D-sögunni þar sem það kennir draug að dansa og í M-sögunni þar sem það þarf að fara inn í munn Miðgarðsormsins og losa akkeri sem festist. Hjálpardýrið aðstoðar líka oft með því t.d. að toga, synda eða klifra, og saman tekst þeim alltaf að leysa vandann öllum til mikillar gleði.

4. ...og fá galdrapoka í þakkargjöf
Galdrapokinn er saumaður úr flauelsefni og hann er þeirrar einstöku náttúru að maður getur alltaf tekið upp úr honum nákvamlega það sem mest þarf á að halda. Börnin þakka alltaf kurteislega fyrir sig og þau vita að það þarf að passa galdrapokann vel og ekki opna hann strax heldur bíða þangað til þau eru komin alla leið til kastalla galdrakarlsins. Fyrir hverja stafasögu er fyrirfram búið að safna saman hlutum til að hafa í pokanum. Oftast eru það 10 hlutir sem hafa sama upphafsbókstaf.

5. Galdrakarlinn vill fá 10 hluti í staðinn
Þegar barnið er loksins komið alla leið með hjálpadýrinu og með töfrapoka í hendi þarf að herða upp hugann og banka á kastaladyrnar. Galdrakarlinn kemur fram og er oft mjög pirraður og ókurteis við barnið - og það er ákveðin æfing að vera ekki ókurteis á moti (því að hann er jú þrátt fyrir allt galdrakarl og gæti alveg breytt manni í frosk ef maður fer yfir strikið). Kennarinn sem er sögumaður (eða annar kennari) bregður sér í hlutverk galdrakarlsins eða þá við notum þar til gerða handbrúðu. Galdrakarlinn spyr barnið hvað það heitir og af hverju það hefur komið og barnið útskýrir það og krefst að fá aftur það sem var stolið. Galdrakarlinn hlær og segist vilja bara skila því ef barnið (og hjálpadýrið) geta leyst mjög erfiða þraut. Þrautin er oftast að galdrakarlinn vill fá 10 hluti sem byrja á upphafsstaf barnsins. (Í R-sögunni vill hann fá hluti sem ríma, í Ö-sögunni vill hann fá fylgihluti sem passa við öskudagsbúningana sem hann stal og í J-sögunni vill hann fá 13 hluti sem byrja á "jól-" í skiptum fyrir íslensku jólasveinana).

6. Barninu tekst alltaf að leysa þrautina!
Barnið tekur nú upp einn hlut í einu úr pokanum og oftar en ekki gefur þessi hlutur færi á að búa til skemmtilegt spjall og grín eins og þegar galdrakarlinn fær snuð og verður eins og smábarn eða þegar hann fær hákarl og verður rosalega hræddur.

Það er mikilvægt að hafa í huga að það er þessi hluti af sögustundinni sem er skemmtilegastur og eftirminnilegastur fyrir börnin og það er hér sem kennarinn getur hjálpað barninu sem er aðalpersónan til að fá hópinn til að hlæja hástöfum. Þegar barnið upplifir að hinum börnunum finnst það vera fyndið er það virkilega sterk tilfinning sem er ein af ástæðum þess að börnin hlakka til að það komi að þeim að vera skrifuð inn í galdrakarlssöguna sína og fá að vera hetja dagsins.

Síðast breytt
Síða stofnuð