Djimm Djamm Djei!

Þetta lag hefur orðið mjög vinsælt hjá börnunum. Þeim finnast galdraorðin "djimm, djamm, djei!" mjög spennandi, og svo er líka fyndið að velja skrýtna hluti til að setja í seiðpottinn. Það er frekar auðvelt að breyta textanum til samræmis við þá hluti sem maður hefur við höndina hverju sinni (það þarf bara eitt par af rímorðum í hvert erindi).

Djimm Djamm Djei

Taktu bláan snák og froskaegg, 
skrímslaaugu og gerviskegg.
Segðu: "Abrakadabra Djimm Djamm Djei!"
Og núna hefurðu galdraseið!

"ABRAKADABRA DJIMM DJAMM DJEI!
 ABRAKADABRA DJIMM DJAMM DJEI!"

Taktu engisprettu og könguló, 
krakkafót og nornaskó.
Segðu: "Abrakadabra Djimm Djamm Djei!"
Og núna hefurðu galdraseið!

"ABRAKADABRA DJIMM DJAMM DJEI!
 ABRAKADABRA DJIMM DJAMM DJEI!"

Lag: "Winnie the Witch's Song"
Íslensk þýðing: Imma og Birte

Hér er PDF-skjal með textanum sem hægt er að prenta út.

Taktu bláan snák og froskaegg, skrímslaaugu og gerviskegg

Taktu engisprettu og könguló, krakkafót og nornaskó

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð