Gal-gal-galdrakarlinn

Þetta lag er auðvelt að læra og það er hægt að syngja það með undirspili eða eitt og sér. Það virkar vel að tengja lagið við Stafagaldur með því að syngja það í upphafi sögustundar, en ennig má nota það í leik þar sem barn leikur galdrakarlinn og velur í lokin hvað það vill galdra okkur í.

Gal-gal-galdrakarlinn

Ég er gal-gal-galdrakarlinn
Ég á gal-gal-galdrahött
Ég flýg á gal-gal-galdrakústi
Og ég á svartan galdrakött

Á bak við gal-gal-galdrafjöllin
á ég gal-gal-galdrahöll
Og ég á gal-gal-galdrasprota
til að galdra ykkur öll

Lag: I'm a wiz-wiz-wiz-wiz-wizard
Birte Harksen íslenskaði
Lagið er upphaflega hluti af námsefni í ensku sem við fundum fyrir tilviljun á netinu. Heitið er þar "LH3 Unit2 Song".

Hér er undirleikur fyrir lagið: Ég_er_gal-gal-galdrakarlinn.m4a.

Myndrenningur

Myndrenningur til að muna textann

Myndefni til að nota á myndrenningana:

Myndskeið tekið upp með Zoom

Það er mjög gaman og töfralegt að leika sér að því að gera upptökur fyrir framan bakgrunnsmynd ("virtual background") í Zoom. Börnunum fannst sérstaklega skemmtilegt þegar þau voru að hverfa og birtast á alveg tilviljanakenndan hátt. Þetta er alveg hægt að gera án þess að vera á netfundi. Hér er myndin sem ég notaði sem bakgrunn: Galdrahöll.pdf

Síðast breytt
Síða stofnuð