Ö-saga (Öskudagur)

Ö-sagan tengist öskudeginum þar sem galdrakarlinn stelur öllum öskudagsbúningum á landinu. Þrautin er líka örlítið öðruvísi en vanalega af því að í staðinn fyrir að að krefjast 10 hluta sem byrja á Ö vill galdrakarlinn fá 10 fylgihluti sem passa við búningana sem hann stal.

Söguþráður

Rétt fyrir Öskudaginn kemur í ljós að vondi galdrakarlinn hefur stolið öllum búningum á landinu. Mikilvægt er að hafa hraðan á svo að hægt verði að halda öskudagsball í leikskólanum daginn eftir. Förunautur barnsins er önd som ætlaði að klæða sig eins og Andrés Önd á ballinu, en saman fara þau til kastala vonda galdrakarlsins til að fá búningana aftur. Á leiðinni finna þau glerskó í vegkantinum og taka hann með sér. Skömmu síðar hitta þau Öskubusku sem er einmitt að leita að glerskónum sínum og hún verður svo glöð og þakklát að hún gefur þeim töfrapoka í staðinn. Galdrakarlinn vill fá 10 fylgihluti sem passa við búningana sem eru á spjöldunum á kastalnum og það er einnmitt það sem er í galdrapokanum.

Sagan í pdf (kk og kvk)

Spjöld fyrir kastalann

PDF-skjal til útprentunar (2 bls.)

Innihald galdrapokans

  • Kóngulóarvefur (fyrir Spiderman)
  • Kappakstursbíll (fyrir kappakstursmann)
  • Api (fyrir Línu Langsokk)
  • "Sheriff"-stjarna (fyrir kúrekann)
  • Löggubíll (fyrir lögreglumanninn)
  • Epli (fyrir Mjallhvíti)
  • Batman merki (fyrir Batman)
  • Klær (fyrir Ljónið)
  • Trúðsnef (fyrir trúðinn)
  • Sverð (fyrir riddarann)

Síðast breytt
Síða stofnuð