D-saga (Dýrabörn)

Í D-sögunni stelur vondi galdrakarlinn öllum dýrabörnunm. Það kemur í ljós þegar leikskólinn fer í sveitarferð að lömb, kálfar, kettlingar, hvolpar, kiðlingar o.fl. eru horfin. Það er drekamamma sem kemur til söguhetjunnar og er í uppnámi yfir því að drekabarninu hennar hefur verið stolið. Saman fara þau að kastala galdrakarlsins. Á leiðinni rekast þau á draugakastala þar sem þau kenna döprum draugi að dansa svo að hann komist á dansleik. Hann gefur þeim töfrapoka með 10 hlutum sem byrja á D, sem kemur þeim að góðum notum þegar þau hitta loks galdrakarlinn.

Sagan í pdf (kk og kvk)

Skjölin hér að neðan eru með eyðum þar sem skrifa á inn nafn barnsins. Athugið að velja skjalið með réttu kyni og að skrifa nafnið inn í réttri beygingarmynd á hverjum stað.

Spjöld fyrir kastalann

PDF-skjal til útprentunar (2 bls.)

Innihald galdrapokans

10 hlutir sem byrja á D.

Síðast breytt
Síða stofnuð