L-saga (Litir)

Þessi saga fjallar um litina.

Söguþráður

Vondi galdrakarlinn hefur tekið alla litina og barnið fer af stað til að krefjast þeirra aftur af honum. Með í förinni er lirfa. Á leiðinni hjálpa þau Línu Langsokk sem gefur þeim töfrapoka. Galdrakarlinn biður um 10 hluti sem byrja á L og töfrapokinn inniheldur þá einmitt. Þegar litunum er sleppt aftur þarf að segja nöfn þeirra hátt og snjallt. Lirfan breytist að lokum í litskrúðugt fiðrildi.

Sagan í pdf (kk og kvk)

Spjöld fyrir kastalann

Spjöldin eru bara hringir með mismunandi litum.

Innihald galdrapokans

  • leðurblaka
  • litur
  • límband
  • ljósapera
  • lampi
  • laufblað
  • lamb
  • lykill
  • lás
  • laukur

Aðrir möguleikar: letidýr, lús, lýsi, lóa, lakkrís, lirfa, límmiði, lax.

Síðast breytt
Síða stofnuð