Í-saga (Ís)

Þar sem bókstafirnir "Í" og "Ý" hafa sama hljóð á íslensku er Í-sagan líka um Ý. Í sögunni koma fyrir tveir íkornar sem heita Íunn og Ýunn og í galdrapokanum eru hlutir sem byrja á báðum bókstöfum.

Söguþráður

Vondi galdrakarlinn hefur stolið öllum ís á landinu, sem allir eru mjög vonsviknir yfir. Leikskólabarnið vill fara til galdrakarlsins til að fá hann til að skila ísnum en ratar ekki. Sem betur fer birtast þá tveir talandi íkornar, Íunn og Ýunn og vísa veginn. Á leiðinni fara þau yfir jökul og hitta þar ísbjarnamömmu sem er í vanda vegna þess að húnninn hennar hefur dottið niður í jökulsprungu. Þau bjarga honum upp með reipi og ísbjörninn gefur þeim töfrapoka að launum. Í honum eru tíu hlutir sem byrja á Í eða Ý. Það er einmitt það sem galdrakarlinn vill, svo að hann skilar ísnum.

Sagan í pdf (kk og kvk)

Spjöld fyrir kastalann

PDF-skjal til útprentunar (2 bls.)

Innihald galdrapokans

  • íspinni
  • ýsa
  • íþróttaálfurinn
  • ýta
  • ílát
  • ís
  • ísbjörn
  • íkorni
  • íslenski fáninn
  • Ísland
Síðast breytt
Síða stofnuð