Þ-saga (Þorramatur)

Þ-sagan tengist Bóndadeginum þar sem galdrakarlinn er svo forvitinn um þorramatinn að hann stelur honum öllum. Það kemur þó seinna í ljós að hann er ekki mjög hrifinn af honum og er meira en til í að skila honum aftur.

Söguþráður

Í leikskólanum eru börnin að undirbúa þorrablót þegar það kemur í ljós að einhver hefur stolið þorramatnum. Þvottabjörn að nafni Þjóðólfur veit hver það var og barn úr leikskólanum fer með honum til að finna kastala galdrakarlsins. Á leiðinni hitta þau Þór Þrumuguð sem nær ekki í hamrinum sínum upp úr læk. Þvottabjörninn fer í kaf og nær hamrinum upp og Þór gefur þeim töfrapoka í þakkargjöf. Í pokanum eru 10 hlutir sem byrja á Þ og það er einmitt það sem galdrakarlinn vill fá í skiptum fyrir þorramatinn.

Sagan í pdf (kk og kvk)

Spjöld fyrir kastalann

...

Innihald galdrapokans

  • þvottaklemma
  • þvottapoki
  • þvottavél
  • þyrla
  • þeytari
  • þúsundfætla
  • þríhyrningur
  • þrír
  • þang
  • þríhorn
Síðast breytt
Síða stofnuð