R-saga (Rím)

Í R-sögunni æfum við okkur í að ríma og þrautin sem galdrakarlinn setur fyrir er að hann vill fá 10 hluti sem ríma við myndspjöldin á kastanum.

Söguþráður

Galdrakarlinn stelur rigningunni í þessari sögu sem veldur því að það verður þurrkur á Íslandi og allur gróðurinn skrælnar. Leikskólabarnið sem er skrifað inn í söguna fær hjálp frá Rikka Ref (frænda Mikka refs) og þau fara saman til galdrakarlsins til að láta hann sleppa rigningunni aftur. Á leiðinni hitta þau riddara sem er að reyna að losa sverð úr steini. Þeim tekst að hjálpa honum með því að finna rétta rímorðið í vísunni: "Sverð í steini sefur, það sig ekki gefur, fyrr en komið hefur, lítið barn og _____". Riddarinn losar sverðið og gefur barninu töfrapoka í þakkargjöf. í pokanum eru 10 hlutir sem ríma við spjöldin á kastala galdrakarlsins.

Sagan í pdf (kk og kvk)

Spjöld fyrir kastalann

...

Innihald galdrapokans

  • Úr (búr)
  • Bíll (fíll)
  • Grís (ís)
  • Rós (dós)
  • Teningur (peningur)
  • Mús (hús)
  • Diskur (fiskur)
  • Hjól (sól)
  • Hani (krani)
  • Kind (mynd)
Síðast breytt
Síða stofnuð