M-saga (Matur)

M-sagan fjallar um mat og býður því upp á að ræða mismunandi hugtök í sambandi við mat, t.d. gerðir af mat, uppáhaldsmat, mat tengdan hátíðum o.fl.

Söguþráður

Leikskólabarnið ætlar að fá sér morgunkorn í morgunmat, en það kemur í ljós að það er ekki til lengur og að ísskápurinn er alveg tómur. Það kemur mús sem upplýsir að það var vondi galdrakarlinn sem tók allan matur. Þau fara af stað og rekast á leiðinni á Miðgarðsorminn sem er með akkeri fast í hálsinum. Eftir að þau hafa losað akkerið gefur hann þeim töfrapoka að launum. Fyrir að skila matnum vill galdrakarlinn fá 10 hluti sem byrja á M og þá er hægt að taka upp úr töfrapokanum.

Sagan i pdf (kk og kvk)

Skjölin hér að neðan eru með eyðum þar sem skrifa á inn nafn barnsins. Athugið velja skjalið með réttu kyni og að skrifa nafnið inn í réttri beygingarmynd á hverjum stað.

Spjöld fyrir kastalann

...

Innihald galdrapokans

  • Melóna
  • Mótorhjól
  • Málband
  • Myndavél
  • Maur
  • Mörgæs
  • Mús
  • Mikki mús
  • Mína mús
  • Maís

Fleiri hugmyndir: málverk, mávur, múrsteinn, málning, merkipenni, mylla, marsípan, mynd.

Síðast breytt
Síða stofnuð