T-saga (Tölustafir)

T-sagan fjallar um tölustafi og númer og jafnvel um það hvernig við vitum hvað klukkan er ef það vantar tölustafi á klukkuna.

Söguþráður

Galdrakarlinn hefur stolið öllum tölustöfum og þar af leiðandi hringir ekki vekkjaraklukkan heima hjá barninu. Það er alveg augljóst að það verður að bjarga málinu sem fyrst og sem betur fer er lítið sætt tígrisdýr, túristi hér á Íslandi, sem býðst til að fara með til kastala galdrakarlsins og fá hann til að skila tölustöfunum aftur. Á leiðinni hitta þau Tóta Tannálf og hann er er í miklum vanda þar sem það var komið gat á pokann með öllum tönnunum sem hann hafði verið að sækja undir kodda hjá börnunum. Þau hjálpast við að tína upp tennurnar og Tóti réttir þeim svo annan poka og segir að það sé töfrapoki og að það megi alltaf taka upp úr honum nákvæmlega það sem maður þarf mest á að halda. Barnið og tígrisdýrið halda áfram og finna brátt kastalann. Þau ákveða að stríða galdrakarlinum og kalla hann töframann. Hann verður mjög móðgaður og leggur fyrir þau erfiða þraut. Hann vill fá 10 hluti sem byrja á T. Þetta er nú minnsta mál þegar maður á töfrapoka og þannig tekst barninu að bjarga öllum tölustöfunum aftur.

Sagan í pdf (kk og kvk)

Spjöld fyrir kastalann

PDF-skjal til útprentunar (2 bls.)

Innihald galdrapokans

  • teningur
  • tússpenni
  • túlípani
  • takkaskór
  • teiknibóla
  • tannkrem
  • tannbursti
  • taska
  • trefill
  • tappi
Síðast breytt
Síða stofnuð