K-saga (Dýr með K)

Í þessari sögu lærum við að til eru mörg dýr sem byrja á bókstafnum K. Í sögunni er líka lögð áhersla á að klappa atkvæði og við lærum litla vísu þar sem við æfum okkur í að klappa atkvæðin:

K-lagið

Ég vil fá kö-ku. 
Ég vil fá klei-nur. 
Ég vil fá ka-nel-snúð og líka kex.

Ég vil fá kar-töf-lur.
Ég vil fá kjöt-boll-ur. 
Og líka ka-ra-mell-ur sex.

Söguþráður

K-lagið

Galdrakarlinn reynir að stela köku en kötturinn Klói kemur í veg fyrir það með því að klóra hann. Hann verður svo reiður að hann ákveður að gera eitthvað virkilega andstyggilegt og stelur öllum dýrum sem byrja á K. Barnið sem er skrifað inn í söguna fer með Klóa af stað til að bjarga dýrunum og þau hitta á leiðinni gamla konu í vanda. Þau hjálpa henni og hún verður svo þakklát að hún gefur þeim töfrapoka að launum. Þegar þau eru komin til kastala galdrakarlsins vill hann fá tíu hluti sem byrja á K í skiptum fyrir dýrin. Og að sjálfsögðu er það ekkert mál að galdra einmitt það fram úr pokanum.

Sagan í pdf (kk og kvk)

Spjöld fyrir kastalann

Á spjöldunum sem eru á kastalanum eru myndir af tíu dýrum sem byrja á K: Kanína, kónguló, kýr, krummi, kisa, krókódíll, kolkrabbi, krabbi, kengúra.

PDF-skjal til útprentunar (2 bls.)

Innihald galdrapokans

Í galdrapokanum er:

  1. Kuðungur
  2. Krókur
  3. Klemma
  4. Kerti
  5. Kirkja
  6. Kúreki
  7. Kappakstursbíll
  8. Koppur
  9. Kubbur
  10. Kóróna

Fleiri hlutir sem byrja á K: Kirsuber, kaffi, kleinur, kex, karamella, klaki, kafbátur, ...

Síðast breytt
Síða stofnuð