B-saga (Blóm)

Söguþráður

Í B-sögunni stelur galdrakarlinn öllum blómunum. Það er býflugan Bína sem hjálpar barninu að bjarga þeim aftur. Það kemur sér vel af því að hún veit svo mikið um blóm og hvað þau heita. Á leiðinni hitta þau Búkollu sem er bundin við staur. Þau hjálpa henni að losna og hún verður svo þakklát að hún segir þeim að taka hár úr hala sínum og leggja það á jörðina. Hárið breytist síðan í töfrapoka sem inniheldur 10 hluti sem byrja á stafnum B og það er einnmitt það sem galdrakarlinn vill fá í skiptum fyrir blómin sem hann tók.

Sagan i pdf (kk og kvk)

Skjölin hér að neðan eru með eyðum þar sem skrifa á inn nafn barnsins. Athugið að velja skjalið með réttu kyni og að skrifa nafnið inn í réttri beygingarmynd á hverjum stað.

Spjöld fyrir kastalann

PDF-skjal til útprentunar (2 bls.)

Innihald galdrapokans

  1. Bolli
  2. Bangsi
  3. Banani
  4. Bíll
  5. Bók
  6. Björgunarhringur
  7. Blýantur
  8. Bolti
  9. Bursti
  10. Bubbi Byggir

Fleiri hugmyndir: Blaðra, Bangsímon, björn, bláber, bökunarform, býfluga, buxur, brú.

Síðast breytt
Síða stofnuð