
S-saga (Stafir)
Í S-sögunni stelur galdrakarlinn öllum stöfunum. Það er slangan Sísí sem hjálpar barninu að bjarga þeim aftur. Þau leggja af stað í att að kastala galdrakarlsins. Á leiðinni hitta þau skrímsli sem er fast undir föllnu tré. Þau hjálpa skrímslinu að losna og það gefur þeim töfrapoka í þakkargjöf. Töfrapokinn inniheldur 10 hluti sem byrja á stafnum S og það er einnmitt það sem galdrakarlinn vill fá í skiptum fyrir stafina sem hann tók.
Sagan i pdf (kk og kvk)
Skjölin hér að neðan eru með eyðum þar sem skrifa á inn nafn barnsins. Athugið að velja skjalið með réttu kyni og að skrifa nafnið inn í réttri beygingarmynd á hverjum stað.
Spjöld fyrir kastalann


PDF-skjal til útprentunar (2 bls.)
Innihald galdrapokans
- Spiderman
- Skeið
- Sítróna
- Sveppur
- Stóll
- Skæri
- Sokkur
- Sprauta
- Skel
- Skjaldbaka
Fleiri hugmyndir: Sverð, sól, svín, sleikjó, skór, skál, skófla, Solla stirða, spegill, stjarna, saumnál, skip.