Stoppdans með galdrablæ
Stoppdansar henta vel til að brjóta smá upp og fá útrás fyrir hreyfiþörfina. Í þessum stoppdans er eitt barnanna galdrakarl með galdrahatt og poka með myndum. Þegar tónlistin stoppar dregur galdrakarlinn upp mynd og segir: "Abra-ka-dabra! Ég breytti ykkur í..." t.d. leðurblökur. Tónlistin byrjar síðan aftur og við fljúgum öll um eins og leðurblökur. Kennarinn setur galdrahattinn á annað barn sem er núna galdrakarl þangað til næst þegar tónlistin stoppar.
Myndir til útprentunar
Hér eru PDF-skrár með myndunum sem ég nota í stoppdansinum:
Síðast breytt
Síða stofnuð