Töfrapokinn
Ómissandi hlutur í Stafagaldri er töfrapokinn en hann er notaður í öllum sögunum og börnunum finnst langtskemmtilegasti hlutinn af sögustundinni þegar kemur að því að taka upp úr pokanum það sem galdrakarlinn vill fá í skiptum fyrir þá hluti sem hann stal. Oftast vill han fá 10 hluti sem byrja á stafnum sem sagan fjallar um - þó að í sumum sögum sé brugðið frá því.
Það tekur svolítinn tíma að safna sama og finna 10 hluti sem bæði byrja á sama bókstaf og sem komast ofan í töfrapokann, og stundum er það meira að segja svolítið erfitt - en á sama tíma er það mjög gaman og eitthvað sem bæði börn, foreldrar og starfsmannahópurinn geta hjálpast að við. Síðan er auðvítað líka hægt að nota myndir en það er bara alls ekki jafn skemmtilegt fyrir börnin að taka myndir upp út töfrapoka eins og að taka dót.
Það er auðvitað ekki nauðsynlegt að vera með einn poka fyrir hvern bókstaf, en það er samt þægileg leið til að halda utan um hvaða hluti við ætlum að nota svo að auðvelt sé að segja söguna aftur síðar.