"Tónastafrófið" er eins og við vitum öðruvísi en venjulega stafrófið. Hérna kíkjum við á það með hjálp sílófóns og klukkuspils og endursköpum síðan tónstigann í formi glasa sem eru misfull af vatni. Við litum vatnið í glösunum með matarlit svo að þau passi við litina á klukkuspilinu sem við erum með.
Myndskeið
Spilum nú
C Am Dm G7
Spilum nú, spilum núna saman
C Am Dm G7
Spilum nú, viltu spila með
C Am Dm G7
Spilum nú, mikið er það gaman
C Am Dm G7
Hlustum nú á sílófón (t.d.)
x3 C Am Dm G7
(börnin spila)
Dm G7 C
- og takk fyrir það!
Ath. Nota má gítarklemmu til að hækka upp lagið.
Ferli
Ég vildi gefa börnunum skilning á hljóðfærum á borð við sílófón og klukkuspil. Ég dró fram öll slík hljóðfæri sem við áttum og síðan prófuðum við bara að leika á þau. Ég nota lagið hér að ofan, sem ég þýddi einu sinni úr dönsku og sem nota má í sambandi við hljóðfærastundir almennt. (Ég nefndi líka við börnin að xylos merkir tré á grísku þannig að eiginlega á maður bara að kalla það sílófón ef ásláttarstafirnir er úr tré, en oft notar maður samt heitið um öll hljóðfæri með ásláttarstöfum, þótt þau séu t.d. úr málmi).
Á myndskeiðinu sést að öll börnin spila samtímis og skipta um hljóðfæri til að fá að prófa þau öll. Annars mæli ég með því að vera bara með einn sílófón og leyfa 1-2 börnum að spila á hann í einu. Það skapar tækifæri fyrir hin að hlusta með meiri athygli.
Næsta skref var að skoða hvaða stafir/tónar voru á hljóðfærunum. Við náðum í stóran kassa með bókstöfum úr plasti og drógum upp stafi af handahófi. Síðan gáðum við hvort sá stafur væri notaður í (C-dúr) tónstiganum, þ.e. C, D, E, F, G, A, B (stundum kallað H).
Síðan lögðum við bókstafina í rétta röð við 7 glös. Ég var þegar búin að merkja glösin svo að við vissum hversu mikið þyrfti að fylla hvert glas til að fá hreinan tón.
Við tókum eitt glas í einu, börnin helltu vatni í þau og við lituðum svo vatnið með matarlit. Svarta litinn gerðum við með því að blanda öllum matarlitunum saman og þann hvíta með því að nota mjólk.
Þegar tónstiginn var búinn fengu börnin auðvitað að spila á hann.
Gamli Nói
Hér má sjá lítið myndskeið þar sem annar hópur hefur gert tónstiga og við spilum og syngjum Gamla Nóa.