Töfrasprotar

Börnin í Skólatröð gerðu fallega töfrasprota úr priki. Þau skreyttu prikin sín með Thermo leir sem er hægt að baka 130° heitum ofni til að leirinn harðni. Til at gefa þeim vísbendingu um hvað þau væru að fara að gera, sendum við þau fyrst út til að finna stafi sem við höfðum falið á leikvellinum. Þau fundu alla 11 stafina og gátu búið til vísbendingarorðið með því að leggja þá alla í rétta röð.

Stafa-feluleikurinn

Ég bjó til stafaspjöld með bókstaf og mynd saman. Þau voru síðan plöstuð og falin á ýmsum stöðum á leikvellinum. Þar sem börnin voru einmitt 11 ákváðum við að allir mættu finna eitt spjald. Eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan gekk þeim mjög vel að koma sér síðan saman um hvaða orð stafirnir mynduðu.

Hér er skjal með spjöldunum sem ég notaði:
TÖFRASPROTI.pdf

Myndskeið

Að mæla prikin

Til að blanda smá stærðfræði inn í þetta sagði ég börnunum þegar þau voru að leita sér að priki að þau mættu velja sér prik sem væri allt frá 10 og upp í 50 sentimetrar að lengd. Ég setti upp spjöld sem á stóð "10", "20", "30", "40" og "50" og hjá þeim prik í þeirri lengd. Þannig gátu börnin borið þau prik sem þau fundu saman við þessar fyrirmyndir og fundið út lengdina á því priki sem þau höfðu valið.

Búum til töfrasprota

Nú hófst vinnan við að skreyta prikin og breyta þeim í töfrasprota. Við keyptum thermo-leir í ABC Skólavörum og vorum með fjóra mismunandi liti sem börnin vöfðu eða þrykktu um sprotana sína og reyndu að búa til skemmtileg mynstur.

Að lokum voru sprotarnir síðan bakaðir í ofninum til að herða leirinn og þá voru þeir tilbúnir til að galdra með.

Síðast breytt
Síða stofnuð