A-saga (Afmæli)

í A-sögunni erum við að vinna með samsett orð þar sem galdrakarlinn er búinn að stela öllu sem byrjar á afmæli-. Barnið vaknar á afmælisdeginum sínum en það eru allir búin að gleyma hvað afmæli er og líka barnið sjálft. Sem betur fer kemur Api í heimsókn og útskýrir allt. Saman fara þau af stað í átt að kastala galdrakarlsins til að fá hann til að skila öllum afmælum aftur. Á leiðinni finna þau flösku með tappa. í flöskunni er andi sem hefur verið lokaður inni óendalega lengi. Hann verður svo þakklátur yfir að vera frjáls aftur að hann gefur barninu töfrapoka í þakkargjöf. Í pokanum eru 10 hlutir sem byrja á bókstafnum A.

Sagan í pdf (kk og kvk)

Skjölin hér að neðan eru með eyðum þar sem skrifa á inn nafn barnsins. Athugið að velja skjalið með réttu kyni og að skrifa nafnið inn í réttri beygingarmynd á hverjum stað.

Spjöld fyrir kastalann

Innihald galdrapokans

í galdrapokanum eru tíu hlutir sem byrja á A:

  • Appelsína
  • Agúrka
  • Afi
  • Amma
  • Akkeri
  • Armband
  • Andarungi
  • Ananas
  • Asni
  • Api

Fleiri orð með A: Askur, Afríka, aspas.

Síðast breytt
Síða stofnuð