Á-saga (Álfar)

Á-sagan er dæmi um sögu þar sem er næstum því ómögulegt er að finna 10 hluti til að setja í töfrapokann. Lausnin sem ég fann var að hafa myndspjöld í töfrapokanum en til að hafa það aðeins meira spennandi eru orðin skrifuð með álfaskrift og börnin para saman táknin á myndaspjöldunum við táknin sem eru uppi á kastalanum.

Söguþráður

Galdrakarlinn hefur stolið öllum álfunum nema einni álfastelpu sem biður barnið um hjálp. Á leið til kastala galdrakarlsins leysa þau prinsessu úr álögum og hún gefur þeim galdrapoka. Galdrakarlinn hefur skrifað tíu orð með álfaskrift. Öll orðin byrja á Á og þrautin er að finna réttu myndina fyrir hvert orð.

Sagan í pdf (kk og kvk)

Skjölin hér að neðan eru með eyðum þar sem skrifa á inn nafn barnsins. Athugið að velja skjalið með réttu kyni og að skrifa nafnið inn í réttri beygingarmynd á hverjum stað.

Orð sem byrja á Á

  1. Árabátur
  2. Ávextir
  3. Árekstur
  4. Ástríkur
  5. Ánamaðkur
  6. Á
  7. Álft
  8. Átta
  9. Áttaviti
  10. Ás
Síðast breytt
Síða stofnuð