Ljós- og skuggaþrautir

Það dásamlega við Stafagaldursheiminn er að maður getur unnið með hvað sem er, en þarf bara að muna að tengja það einhvern veginn við galdrakarlinn sem er aðalpersóna þessa heims :) Þessi verkefni tengjast ljós- og skuggaleik ásamt formfræði, en ég valdi að kynna þau sem þrautir og áskorun frá Garldrakarlinum. Börnunum finnast alltaf spennadi að sanna fyrir honum hvað þau eru klár og sniðug og hvernig þau geta sigrað hann með því að vinna saman.

Börunum var skipt í minni hópa sem skiptust á að gera þrautinar. Mér finnast þrautirnar passa mjög vel saman - líkar og ólíkar í senn.

Þraut #2

Þraut #3

Þraut #1 Ljósaborð

Þekið ljósaborðið alveg með lituðum formunum án þess að það verði neins staðar svart.

Hér notuðum við form klippt úr lituðum glærum. Til að fá börnin til að vanda sig svolítið og vera með athyglina við formin var þrautin ekki bara að þekja ljósaborðið með formunum þannig að ekkert hvítt ljós kæmist í gegn, en líka að sjá til þess að það mynduðust ekki svartir blettir í þekjunni. Ef börnin lögðu of mörg og/eða of dökk form ofan á hvert annað myndaðist svartur litur þannig að þau þurftu að vera útsjónarsöm.

Í lok myndskeiðsins má sjá hvað gerist þegar skipt er um lit á ljósinu. Þá skipta formin líka um lit með þeim afleiðingum að svæði sem voru svört hætta að vera það og öfugt.

Þraut #2 Myndvarpi

Þekið myndvarpann með pappírsformum svo að ekkert ljós fari á tjaldið

Öll börnin fengu skæri og blað og klipptu af hornin til að búa til þríhyrninga. (Ég sýndi þeim líka hverning auðvelt er að klippa út ferhyrning frá kantinum). Eftir það máttu börnin klippa frjálst þau form sem þau vildu úr blaðinu sínu. Þegar börnin höfðu klippt út form máttu þau leggja það á myndvarpann til að þekja hann. Gaman var að fylgjast með þeim og virkilega fallegt að sjá mynstrið sem myndaðist á myndvarpanum þegar pappírsformin sköruðust.

Þraut #3 Líkan og lituð ljós

Síðasta þrautin var unnin út frá áfanga í Listaháskóla Íslands, sem Imma hafði verið í. Áfanginn hét þríðvíð litafræði og var kenndur af Eygló Harðardóttir. Gerðar voru tilraunir með liti og skynjun. Litir rannsakaðir og litablöndun. Hvaða áhrif litir hafa á hvern annan og hvernig hægt er að hafa áhrif á dýpt og rými í tvívíðri og þrívídri vinnu með litasamsetningum og birtu. Litblöndun ljóss og skuggaáhrif voru könnuð svo sem birtumagn lita, ljósblöndun, skuggaáhrif, birtu og styrkleikastig og endurvarp.

Í áfanganum hafði Imma búið til líkan þar sem æfingin var að skera út og mála form sem hefðu fjölbreytta möguleika í samsetningum þar sem skuggar og litir ynnu saman að því að gera hvern flöt áhugaverðan. Að því loknu voru líkönin rannsökuð með litlum sveigjanlegum lömpum með grunnlituðum litafilmum sem höfðu áhrif á skuggana á og af líkaninu og afraksturinn myndaður.

Í vinnu með börnunum var líkanið nýtt og hvert og eitt setti form og liti saman á ýmsan hátt og rannsakaði hvernig mismunandi lituð ljós og staða þeirra hafði áhrif á liti og skugga á líkani og umhverfi. Þau völdu síðan þá útkomu sem þau voru ánægðust með og ljósmynduðu til að skrásetja.

Setjið formin saman og notið litaða lampa til að finna sem áhugaverðasta skugga og liti. Þegar þið eruð ánægð með útkomuna takið þið ljósmynd.

Síðast breytt
Síða stofnuð