
Ú-saga (Útlönd)
Söguþráður
Í Ú-sögunni stelur galdrakarlinn öllum útlöndum. Það er úlfur sem hjálpar barninu að bjarga þeim aftur. Á leiðinni til galdrakarlsins hitta þau úlfalda sem er með smásteina fasta í hófunum. Þau hjálpa honum og hann gefur þeim töfrapoka í þakkagjöf. Í pokanum eru myndir af 10 hlutum sem byrja á Ú - einmitt það sem galdrakarlinn vill fá í skiptum fyrir útlöndin.
Sagan í pdf (kk og kvk)
Skjölin hér að neðan eru með eyðum þar sem skrifa á inn nafn barnsins. Athugið að velja skjalið með réttu kyni og að skrifa nafnið inn í réttri beygingarmynd á hverjum stað.
- Ú-saga - karlkyn
- Ú-saga - kvenkyn (vantar í bili)
Spjöld fyrir kastalann
Á kastalnum eru tíu mismunandi fánar. Gaman er að velja fána frá löndum sem barnahópurinn tengir sérstaklega við t.d. af þvi að börn og/eða starfsmenn eru frá þeim löndum. Ég nota fána sem börnin eru búin að perla handa mér.
Innihald galdrapokans
- Úlfur
- Útvarp
- Úlfaldi
- Úr
- Úlpa
- Úlnliður
- Útidyr
- Úldið
- Útilega
- Útgönguleið
(Það er erfitt að finna góð orð sem byrja á Ú. Kannski væri hægt að vera með Úranus á listanum?)