Ævintýrabingó

Þessi hreyfileikur fór alveg á flug hjá okkur í sumar. Han varð strax mjög vinsæll hjá börnum á öllum aldri og varð því fastur liður í útiskólanum. Leikurinn býður upp á mikla hópvinnu og hreyfingu og börnunum finnst gaman að leika hann aftur og aftur og að segja hinum frá hvar myndir er að finna.

Svipaða leiki má finna víðar á netinu, en ég valdi útgáfu með ævintýrablæ sem passar vel við galdraþemað okkar. Myndirnar fyrir leikinn eru hér útfærslu dansks kennara sem heitir Helle Sander: Eventyrløb_2022.pdf.

Innileikur og útileikur

Hér á síðunni má sjá tvær útfærslur af leiknum. Aðra notaði ég inni í Stafagaldursstund, en þar er áhersla lögð á að finna myndirnar, raða þeim efter númeri (1-15) og átta sig á talnarununum. Hina útgáfuna nota ég frekar úti, en hún er meira hefðbundið bingó það sem börnin merkja inn á spjald þær myndir sem þau finna. Með því að skoða myndskeiðið hér fyrir neðan er auðvelt að átta sig á hvernig leikurinn fer fram.

Myndskeið

Í þessu myndskeiði má sjá hvernig við notuðum leikinn bæði úti og inni. Mér finnst sérstaklega yndislegt hvernig myndskeiðið endar með því að lítill strákur sýnir stóru krökkunum hvar þeir geti fundið myndina af regnboganum sem þeir eru að leita að. Gaman að því!

Síðast breytt
Síða stofnuð