E-saga (Egg)

Í þessari sögu stelur galdrakarlinn öllum eggjum. Við lærum að það eru ekki bara fuglar sem verpa eggjum heldur líka skriðdýr eins og krókódílar, skjaldbökur, slöngur og risaeðlur. Barnið fær hjálp frá eðlunni Ellu sem vill finna og frelsa barnið sitt (sem er í eggi) og þau leggja saman af stað í átt að kastala galdrakarlsins. Á leiðinni hitta þau Einhyrning sem hefur fest með með hornið í tré. Þau hjálpa honum að losna og hann gefur þeim galdrapoka að launum. Í pokanum eru 10 hlutir sem byrja á E. Til að geta fundið nógu marga hluti þurfti ég líka að bæta við hlutum sem byrja á Ei/Ey (eitur, eynapinna o.fl.) þannig að þetta er að sjáfsögðu eitthvað sem er hægt að ræða við barnahópinn um). Þegar barnið og Ella eðla koma til galdrakarlsins hotar hann að búa sér til risastóra eggjaköku úr öllum eggjunum en sem betur fer fara alla ungarnir að klekjast út áður en úr því verður. Ella finnur eðluungann sinn og allir eru glaðir

Sagan í pdf (kk og kvk)

Skjölin hér að neðan eru með eyðum þar sem skrifa á inn nafn barnsins. Athugið að velja skjalið með réttu kyni og að skrifa nafnið inn í réttri beygingarmynd á hverjum stað.

Spjöld fyrir kastalann

...

Innihald galdrapokans

...

Síðast breytt
Síða stofnuð